Fréttir - Körfubolti

Breytingar á leikmannahópi Vestra

Körfubolti | 17.12.2018
Jure Gunjina og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra við undirritun samningsins.
Jure Gunjina og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra við undirritun samningsins.

Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við króatíska leikmanninn Jure Gunjina um að leika með liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný 1. janúar. Jure tók þátt í sinni fyrstu æfingu með liðinu í kvöld og mun dvelja á Ísafirði næstu daga við æfingar. Þá er ljóst að Andre Hughes, sem leikiðh hefur með liðinu í haust, mun ekki snúa aftur eftir áramót.

Nánar

Deildarleikur á föstudag og bikar á sunnudag

Körfubolti | 13.12.2018
Meistaraflokkur karla tekur á móti Selfossi á föstudag í deildinni og úrvalsdeildarliði Hauka í bikarnum á sunnudag.
Meistaraflokkur karla tekur á móti Selfossi á föstudag í deildinni og úrvalsdeildarliði Hauka í bikarnum á sunnudag.

Það verður nóg að gera hjá meistaraflokki karla í körfubolta um helgina. Á föstudag koma Selfyssingar í heimsókn og mæta okkar mönnum í síðasta heimaleiknum í deildinni á þessu ári. Á sunnudag mætir svo úrvalsdeildarlið Hauka á Jakann í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins.

Nánar

Flaggskipið með úthaldssigur á Grundarfirði

Körfubolti | 25.11.2018
"The Sexy Six" sem stálu sigrinum á Grundarfirði

Sex leikmenn Vestra-b gerðu gott strandhögg á Grundarfirði í gær og stálu þar sigrinum eftir tvíframlengdan leik liðanna í 3. deild karla.

Nánar

Fimm leikja ferð hjá stúlknahópi Vestra

Körfubolti | 20.11.2018
Allur hópurinn ásamt Yngva Gunnlaugssyni þjálfara, Örnu Láru og Inga Birni fararstjórum og lukkudýri liðsins, Degi. Ljósmynd: Haraldur Kristinsson.
Allur hópurinn ásamt Yngva Gunnlaugssyni þjálfara, Örnu Láru og Inga Birni fararstjórum og lukkudýri liðsins, Degi. Ljósmynd: Haraldur Kristinsson.

Stelpurnar í stúlknaflokki og 10. flokki stúlkna stóðu í ströngu um helgina en þær léku alls fimm leiki á tveimur dögum. Að þessu sinni var hópurinn sem hélt suður á föstudag fjölmennur. Alls fóru 18 stelpur, ásamt fararstjórum og þjálfara, með í ferðina sem er nálægt því að vera allur æfingahópurinn.

Nánar

Toppslagur í körfunni í kvöld!

Körfubolti | 16.11.2018
Strákarnir eru klárir í slaginn í kvöld! Allir á Jakann! Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Strákarnir eru klárir í slaginn í kvöld! Allir á Jakann! Ljósmynd: Ágúst Atlason.

Vestri mætir Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik á Jakanum, föstudaginn 16. nóvember. Leikurinn hefst að vanda kl. 19:15 en fyrir leik verður að sjálfsögðu boðið upp á hina óviðjafnanlegu Vestra-borgara.

Nánar

Frábærir Vestrakrakkar á Sambíómóti

Körfubolti | 05.11.2018
Dagný Finnbjörnsdóttir, þjálfari, með yngstu Vestrastelpurnar.
Dagný Finnbjörnsdóttir, þjálfari, með yngstu Vestrastelpurnar.
1 af 6

Hið árlega Sambíókörfuboltamót íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi fór fram um helgina. Líkt og fjölmörg undanfarin ár fjölmenntu ísfirskir körfuboltakrakkar á mótið undir merkjum Körfuknattleiksdeildar Vestra en alls tóku um 30 Vestrakrakkar á aldrinum 6-9 ára þátt í mótinu í ár og hafa þeir sjaldan verið fleiri. Ætla má að yfir 700 þátttakendur hafi verið skráðir til keppni en leikið var í þremur íþróttahúsum hverfisins; í Dalhúsum, Rimaskóla og Fjölnishöllinni.

Nánar

Tveir sannfærandi sigrar á Sindra

Körfubolti | 28.10.2018
Vestri vann Sindra í tveimur leikjum á helginni. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Vestri vann Sindra í tveimur leikjum á helginni. Ljósmynd: Anna Ingimars.

Vestri mætti Sindra frá Höfn í Hornafirði í tveimur leikjum um helgina. Vestri vann báða leikina sannfærandi. Þann fyrri 97-70 og þann síðari 96-74. 

Nánar

Risastór helgi í körfunni

Körfubolti | 24.10.2018
Stór helgi framundan. Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans lönduðu góðum sigri gegn Selfossi í síðustu umferð en mæta nú Sindra í tveimur leikjum á helginni.
Stór helgi framundan. Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans lönduðu góðum sigri gegn Selfossi í síðustu umferð en mæta nú Sindra í tveimur leikjum á helginni.

Helgin framundan er risavaxin körfuboltahelgi með tveimur leikjum hjá meistaraflokki karla í 1. deild, sitthvorum leiknum hjá stúlknaflokki og 10. flokki stúlkna og fjölliðamóti hjá 7. flokki stúlkna.

Nánar

Flaggskipið búið að opna sigurbankann

Körfubolti | 21.10.2018
Flaggskipið vel merkt sínum stærsta styrktaraðila, Ungmennafélagi Bolungarvíkur. Mynd: Guðmundur Kort.
Flaggskipið vel merkt sínum stærsta styrktaraðila, Ungmennafélagi Bolungarvíkur. Mynd: Guðmundur Kort.

Sjálftitlað flaggskip körfuknattleiksdeildarinnar, Vestri-b, vann öruggan sigur á Kormáki frá Hvammstanga í 3. deildinni í gær á Jakanum á Ísafirði.

Nánar

Góður endasprettur hjá 9. flokki drengja

Körfubolti | 16.10.2018
Eftir langt og strangt mót er nauðsynlegt að hlaða batteríin.
Eftir langt og strangt mót er nauðsynlegt að hlaða batteríin.
1 af 2

Strákarnir í 9. flokki héldu suður með sjó um helgina og hófu keppni á Íslandsmótinu í C-riðli sem fram fór í Röstinni í Grindavík. Segja má að skipst hafi á skin og skúrir hjá drengjunum því á laugardeginum töpuðust báðir leikirnir en á sunnudeginum sýndu strákarnir hvað í þeim býr og lönduðu tveimur góðum sigrum.

Nánar