Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við króatíska leikmanninn Jure Gunjina um að leika með liðinu þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný 1. janúar. Jure tók þátt í sinni fyrstu æfingu með liðinu í kvöld og mun dvelja á Ísafirði næstu daga við æfingar. Þá er ljóst að Andre Hughes, sem leikiðh hefur með liðinu í haust, mun ekki snúa aftur eftir áramót.
NánarÞað verður nóg að gera hjá meistaraflokki karla í körfubolta um helgina. Á föstudag koma Selfyssingar í heimsókn og mæta okkar mönnum í síðasta heimaleiknum í deildinni á þessu ári. Á sunnudag mætir svo úrvalsdeildarlið Hauka á Jakann í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins.
NánarSex leikmenn Vestra-b gerðu gott strandhögg á Grundarfirði í gær og stálu þar sigrinum eftir tvíframlengdan leik liðanna í 3. deild karla.
NánarStelpurnar í stúlknaflokki og 10. flokki stúlkna stóðu í ströngu um helgina en þær léku alls fimm leiki á tveimur dögum. Að þessu sinni var hópurinn sem hélt suður á föstudag fjölmennur. Alls fóru 18 stelpur, ásamt fararstjórum og þjálfara, með í ferðina sem er nálægt því að vera allur æfingahópurinn.
NánarVestri mætir Hamri í 1. deild karla í körfuknattleik á Jakanum, föstudaginn 16. nóvember. Leikurinn hefst að vanda kl. 19:15 en fyrir leik verður að sjálfsögðu boðið upp á hina óviðjafnanlegu Vestra-borgara.
NánarHið árlega Sambíókörfuboltamót íþróttafélagsins Fjölnis í Grafarvogi fór fram um helgina. Líkt og fjölmörg undanfarin ár fjölmenntu ísfirskir körfuboltakrakkar á mótið undir merkjum Körfuknattleiksdeildar Vestra en alls tóku um 30 Vestrakrakkar á aldrinum 6-9 ára þátt í mótinu í ár og hafa þeir sjaldan verið fleiri. Ætla má að yfir 700 þátttakendur hafi verið skráðir til keppni en leikið var í þremur íþróttahúsum hverfisins; í Dalhúsum, Rimaskóla og Fjölnishöllinni.
NánarVestri mætti Sindra frá Höfn í Hornafirði í tveimur leikjum um helgina. Vestri vann báða leikina sannfærandi. Þann fyrri 97-70 og þann síðari 96-74.
NánarHelgin framundan er risavaxin körfuboltahelgi með tveimur leikjum hjá meistaraflokki karla í 1. deild, sitthvorum leiknum hjá stúlknaflokki og 10. flokki stúlkna og fjölliðamóti hjá 7. flokki stúlkna.
NánarSjálftitlað flaggskip körfuknattleiksdeildarinnar, Vestri-b, vann öruggan sigur á Kormáki frá Hvammstanga í 3. deildinni í gær á Jakanum á Ísafirði.
NánarStrákarnir í 9. flokki héldu suður með sjó um helgina og hófu keppni á Íslandsmótinu í C-riðli sem fram fór í Röstinni í Grindavík. Segja má að skipst hafi á skin og skúrir hjá drengjunum því á laugardeginum töpuðust báðir leikirnir en á sunnudeginum sýndu strákarnir hvað í þeim býr og lönduðu tveimur góðum sigrum.
Nánar