Fréttir - Körfubolti

Fjórir fulltrúar Vestra í lokaæfingahópum U16 og U18 landsliða

Körfubolti | 02.02.2019
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik hafa verið valin í loka æfingahópa U16 og U18 landsliða Íslands.
Hilmir, Hugi, Helena og Friðrik hafa verið valin í loka æfingahópa U16 og U18 landsliða Íslands.

Þjálfarar U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna hafa valið 16 manna æfingahópa fyrir sumarið 2019. Vestri á fjóra fulltrúa í hópunum, Friðrik Heiðar Vignisson og Helenu Haraldsdóttur í U16 og bræðurna Hilmi og Huga Hallgrímssyni í U18.

Nánar

Frábær mæting á Hamraborgarmótið

Körfubolti | 01.02.2019
Yngri hópur keppenda á Hamraborgarmótinu 2019 ásamt þjálfurum, dómurum og liðsaukum.
Yngri hópur keppenda á Hamraborgarmótinu 2019 ásamt þjálfurum, dómurum og liðsaukum.
1 af 2

Um 80 börn mættu til leiks á Hamraborgarmótið, sem meistaraflokkur karla Kkd. Vestra og Hamraborg stóðu fyrir á Torfnesi á mánudag. Er þetta fjölmennasta innanfélagsmótið í körfu sem haldið hefur verið um langt skeið. Fjöldi foreldra fylgdist einnig með á hliðarlínunni. Mótið var ætlað börnum í 1.-6. bekk grunnskóla.

Nánar

Vestri tekur á móti Snæfelli heima

Körfubolti | 31.01.2019
Meistaraflokkur karla tekur á móti Snæfelli á föstudag.
Meistaraflokkur karla tekur á móti Snæfelli á föstudag.

Meistaraflokkur Vestra tekur á móti Snæfelli í 1. deild karla hér heima á Jakanum næstkomandi föstudag, 1. febrúar kl. 19:15.

Nánar

Útileikjahelgi hjá stúlknahópum Vestra

Körfubolti | 30.01.2019
Sjöundi flokkur stúlkna í Þorlákshöfn ásamt Hauki Hreinssyni þjálfara.
Sjöundi flokkur stúlkna í Þorlákshöfn ásamt Hauki Hreinssyni þjálfara.
1 af 2

Þrír elstu stúlknahópar Vestra lögðu land undir fót um síðastliðna helgi. Sjöundi flokkur stúlkna lék í B-riðli Íslandsmótsins sem fram fór í Þorlákshöfn, stúlknaflokkur mætti FSu á Selfossi á sunnudag og 10. flokkur mætti Snæfelli í Stykkishólmi á sama tíma.

Nánar

Hamraborgarmótið fyrir 1.-6. bekk

Körfubolti | 27.01.2019
Hamraborgarmótið fer fram á morgun, mánudag og er ætlað öllum kátum krökkum í 1.-6.bekk.
Hamraborgarmótið fer fram á morgun, mánudag og er ætlað öllum kátum krökkum í 1.-6.bekk.

Á morgun, mánudag, verður hið stórskemmtilega Hamraborgarmót haldið á Torfnesi. Mótið fer nú fram í þriðja sinn en það er samstarfsverkefni meistaraflokks Kkd. Vestra og Hamraborgar og ætlað öllum áhugasömum krökkum í 1.-6. bekk.

Nánar

Vestri vann Þór í framlengdum leik

Körfubolti | 26.01.2019
Vestri sigraði Þór Akureyri á Jakanum í framlengdum leik! Ljósmynd: Anna Ingimars.
Vestri sigraði Þór Akureyri á Jakanum í framlengdum leik! Ljósmynd: Anna Ingimars.
1 af 2

Vestri lagði Þór frá Akureyri í framlengdum leik á Jakanum í gærkvöldi. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 81-81 en Vestri hafði betur í framlengingunni og sigraði 89-85.

Nánar

Vestri mætir toppliði Þórs

Körfubolti | 24.01.2019
Vestri mætir Þór frá Akureyri á Jakanum kl. 19:15 á föstudag.
Vestri mætir Þór frá Akureyri á Jakanum kl. 19:15 á föstudag.

Á morgun, föstudaginn 25. janúar, mætir Vestri liði Þórs frá Akureyri í 1. deild karla hér heima á Jakanum. 

Nánar

Hálfleiksuppgjör Flaggskipsins

Körfubolti | 21.01.2019
Lið Flaggskipsins eftir frækin sigur á Grundarfirði eftir tvær framlengingar.
Lið Flaggskipsins eftir frækin sigur á Grundarfirði eftir tvær framlengingar.

Nú er Íslandsmótið hálfnað hjá Flaggskipinu og því ekki úr vegi að fara yfir hálfleikstölur.

Nánar

Heimaleikir gegn Hetti

Körfubolti | 11.01.2019
Meistaraflokkur Vestra mætir Hetti á laugardag og drengjaflokkar liðanna mætast í kvöld föstudag.
Meistaraflokkur Vestra mætir Hetti á laugardag og drengjaflokkar liðanna mætast í kvöld föstudag.

Í kvöld og á morgun rúllar körfuboltatímabilið af stað á ný! Á laugardaginn fer fram leikur Vestra gegn Hetti frá Egilsstöðum á Jakanum og hefst leikurinn kl. 15:00. Í kvöld, föstudag, mætast drengjaflokkar liðanna svo kl. 21:00.

Nánar

Adam Smári aftur til liðs við Vestra

Körfubolti | 09.01.2019
Adam Smári Ólafsson.
Adam Smári Ólafsson.
1 af 2

Framherjinn Adam Smári Ólafsson er genginn í raðir Vestra á nýjan leik. Hann skipti svo yfir í Selfoss snemma hausts á venslasamningi.  Um áramótin flutti pilturinn svo aftur vestur á Ísafjörð og hefur þegar hafið æfingar með sínum gömlu félögum.

Nánar