Fréttir

Félagsgjöld Vestra 2023

Vestri | 27.06.2023

Nú á dögunum komu félagsgjöld inn í heimabanka félagsmanna Vestra. Tekið skal fram að um valgreiðslu er að ræða. Þeir sem óska eftir að gerast félagsmenn og leggja félaginu lið geta farið inn á heimasíðu félagsins, www. vestri.is, þar sem finna má hnapp á forsíðu merktur „Gerast félagi í Vestra". Skráningarform opnast þegar smellt er á hnappinn.

Félagsmenn sem hafa tök á eru hvattir til að leggja félaginu lið með því að greiða greiðsluseðilinn og styðja starfið með þeim hætti en tekjur af félagsgjöldum hafa verið nýttar í ýmis sameiginleg verkefni innan félagsins, s.s. rekstur á vefsíðu, kostnað vegna bókhalds og áskrift að Sportabler fyrir deildir félagsins. 

Þeir sem ekki vilja vera félagsmenn geta sent póst á netfangið gjaldkeri@vestri.is eða sent skilaboð á Facebook-síðu félagsins (Vestri – íþróttafélag) og óskað eftir því að vera afskráðir. Krafan er valkvæð og hægt að fela hana í heimabankanum þar til hún fellur niður en fólk er eftir sem áður skráð í félagið nema það afskrái sig, eins og áður segir.  

https://www.vestri.is/felagaskraning/

Deila