Fréttir

3-0 sigur kvennaliðs Vestra í blaki

Blak | 06.12.2016

Föstudaginn 2. desember tóku stelpurnar í Vestra á móti Álftanesi í 1. deild Íslandsmótsins. Vestri tefldi fram ungu og spræku liði, en nokkra góða leikmenn vantaði í Álftanes sem voru þar af leiðandi ekki með sitt sterkasta lið. Fyrsta hrinan varð samt nokkuð spennandi en eftir að hún var í höfn var sigur Vestra aldrei í hættu.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Vestra sem eru þá komnar með 7 stig og eru um miðja deild. Næstkomandi föstudag taka stelpurnar á móti Ými og karlalið Vestra spilar tvo leiki á móti Hamri á laugardag og sunnudag.

Hér má sjá frétt bb um leikina. Þar kemur fram að karlaliðið hafi unnið alla sína leiki í vetur, en þeir hafa reyndar tapað einum leik og unnið alla hina 3-0. Þeir sitja í 1. sæti deildarinnar og Hamar í 2. sæti og því má búast við spennandi leikjum um helgina ef Hamar mætir með sitt sterkasta lið.

Deila