Fréttir

Blakæfingar hjá yngri flokkum Skells á Ísafirði hefjast mánudaginn 6.september

Blak | 25.08.2010

Enn er ekki komin stundatafla fyrir íþróttahúsin en við látum vita um leið og tímarnir eru komnir.

Í vetur verður boðið upp á æfingar  fyrir 1.-9. bekk. 
1.-4. bekkur kemur nýr inn og vonumst við til að sjá  sem flesta á þeim aldri.

Æfingar fyrir yngri krakkana verða í íþróttahúsinu við Austurveg og vonandi fyrir klukkan 16 á daginn, þannig  að þau sem eru í dægradvöl geti skroppið upp á æfingu.
Eins og kemur fram í frétt hér á síðunni mun Jamie Landry verða aðalþjálfari í vetur.

 

Deila