Fréttir

Góður árangur hjá meistaraflokki kvenna í 3. deild Íslandsmótsins

Blak | 27.03.2012 Lokaumferð og úrslitamót Íslandsmótsins í 3. deild kvenna fór fram um síðustu helgi á Álftanesi. Lið Skells náði þeim góða árangri að komast í undanúrslit 3. deildar. Í undanúrslitaleiknum mætti Skellur feiknasterku liði Álftaness sem vann sanngjarnan sigur. Í leiknum um 3. sæti mætti Skellur liði Bresa frá Akranesi og sá leikur var spennandi og gat farið á hvorn veginn sem var. Skellur töpuðu leiknum og enduðu því í 4. sæti 3. deildar, sem verður að teljast mjög góður árangur. 3. deildin hefur styrkst mikið á undanförnum árum og í vetur var einnig spilað í 4. deild Íslandsmótsins og verður stofnuð 5. deild næsta vetur. Deila