Fréttir

Hurðaskellur - Árlegt jólamót Skells

Blak | 23.11.2010 Hurðaskellur - árlegt jólamót Skells í blaki verður haldið laugardaginn 4. desember n.k.. Frá kl. 9:30-12:30 verður keppt í krakkablaki, en síðan taka fullorðnir við. Mótið verður að vanda á léttu nótunum og með jólalegu ívafi.

Í yngri flokkunum keppa lið frá Ísafirði, Suðureyri og Þingeyri.
Mótsgjald er kr. 1000 á barn, og er boðið upp á smá nasl eftir mótið einnig fá allir krakkarnir sem taka þátt glaðning í mótslok :)

Í fullorðinsflokki verður dregið í lið og er öllum sem eitthvað hafa komið nálægt blaki frjálst að skrá sig, hvort sem þeir hafa æft blak með Skelli eða ekki. Skráningarfrestur rennur út fimmtudaginn 25. nóvember, og skráning er á netfangið dolla@snerpa.is
Mótsgjald er kr. 1000 og er boðið upp á hressingu milli leikja.

Frekari upplýsingar um mótið, leikjaplan o.fl. verða settar inn á heimasíðuna fljótlega.

Deila