Fréttir

Hurðaskellur - mót yngri flokka

Blak | 17.12.2011 Sunnudaginn 18. desember verður jólamót Skells haldið. Mótið er fyrir alla krakka sem æfa blak hjá Skelli bæði á Suðureyri og Ísafirði og einnig mun Höfrungur frá Þingeyri mæta á mótið. Þar að auki koma krakkarnir úr íþróttaskóla HSV en þau hafa einmitt verið í blaki í boltaskólanum síðustu vikurnar.

Krakkarnir eru beðnir um að mæta sem hér segir:

Þau sem eru í 3. og 4. flokki eiga að vera mætt inn í sal í fötunum kl. 11
Þau sem eru í 5. flokki eiga að mæta kl. 12
Krakkar í 3. og 4. bekk í íþróttaskólanum eiga að mæta kl. 12
Krakkar í 1. og 2. bekk í íþróttaskólanum eiga að mæta kl. 14

Mótsgjald er kr. 700 og greiðist á staðnum. Inni í því er glaðningur fyrir alla og piparkökur og djús. Krakkarnir eru beðin um að koma í jólalegum fötum, t.d. rauðum eða grænum bolum.  Deila