Fréttir

Íslandsmót í blaki á Ísafirði um helgina

Blak | 04.05.2017

Núna um helgina, 5.-7. maí heldur Vestri Íslandsmót í blaki fyrir 4.-6. flokk í íþróttahúsinu Torfnesi. Á mótið koma lið víðsvegar að af landinu, og verða þátttakendur um 170 talsins fyrir utan fararstjóra og þjálfara. Leiknir verða rúmlega 80 blakleikir á fjórum völlum.

Vestri og Stefnir verða með nokkur lið á mótinu og hvetjum við alla á svæðinu til að kíkja við, sjá krakkana spila og fá sér kaffi og meðlæti. 

Önnur félög sem eiga lið á mótinu eru Afturelding, HK, Þróttur Reykjavík, Völsungur Húsavík, KA, BF Siglufirði og Þróttur Nes.

Deila