Fréttir

Kjörísbikarinn 2021

Blak | 10.03.2021
Final 4
Final 4
1 af 2

Eftir skrítnasta keppnistímabil sögunnar, er blakið komið á fulla ferð aftur með áhorfendum og fullt af fjöri.  Eins og aðrar íþróttir á Íslandi, var algert keppnisbann í nóvember og desember en opnað var aftur fyrir kappleiki um miðjann janúar, en þá án áhorfenda.  Og núna er að bresta á einn af hápunktum tímabilsins (hvers árs), þegar fram fer úrslitakeppni Kjörísbikasins, sem mun fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. 

Karlalið Vestra í blaki er eitt af þeim liðum sem spila í undanúrslitum Kjörísbikarsins.  Laugardaginn 13 mars nk. kl 13.00 munu strákarnir okkar mæta Hamri úr Hveragerði, sem eru í dag efstir í Mizunodeildinni og hafa unnið alla sína leiki.  Vestri er hinsvegar um miðja deild og hafa unnið 3 leiki af 7, það sem af er tímabilinu.

Okkar mönnum veitir því ekki af að fá stuðning áhorfenda og þætti okkur vænt um ef ættingjar, vinir eða aðrir Vestra-menn  og konur mættu og létu vita af sér með hrópum og köllum.

Miðasala er hafin á leikina í forsölu og er þar jafnframt hægt að styðja við bakið á Vestra, með því að kaupa miða sem eru merktir því félagi.  Miðasalan fer fram á slóðinni https://bli.felog.is/verslun, en einnig á hlekkurinn hér fyrir neðan að virka.

Kjörsíbikarinn – miðasala

Einungis 140 miðar eru til sölu og kostar miðinn 1000.- kr. á undanúrslitaleikina en barnmiði kostar 100.- kr.

Allir áhorfendur telja í áhorfendatölu og engin undatekning er með börn fædd 2005 og síðar.

Miðahafar verða að skila inn nafni, kt. og símanúmeri ásamt réttu netfangi. Rafrænn aðgangsmiðinn birtist í tölvupósti og hann þarf að sýna í miðasölunni. Hægt er að greiða með debet og kredit korti.

Frekari upplýsingar um miðasöluna og sóttvarnir á viðburðinum má finna á síðu BLI, á slóðinni; https://bli.is/kjorsibikarinn-midasala-er-hafin/

 

Deila