Fréttir

Meistaraflokkur kvenna

Blak | 09.11.2023
Auglýsing frá 2019
Auglýsing frá 2019
1 af 2

Meðfylgjandi auglýsing poppaði upp í minningum hjá formanni í dag þann 9 nóvember og minnti þannig á að fyrir fjórum árum var blakdeild Vestra í toppbaráttunni í 1. deild kvenna í blaki, auk þess að vera með annað kvennalið í 5 deild og karlalið á fyrsta ári í úrvaldseild.

Tímabilið 2019-20 endaði lið Vestra í 2 sæti í 1. deild kvenna í blaki og var þannig búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar, en því miður var einhver heimsfaraldur sem kom í veg fyrir að úrslitakeppnin var spiluð.

Meistaraflokkur kvenna í blaki hefur tekið þátt í Íslandsmótinu frá árinu 2007, óslitið og er um þessar mundir eini meistaraflokkur kvenna sem er starfandi í boltaíþróttum á norðanverðum Vestfjörðum.  Eins og rakið var í síðustu frétt, þá hafa komið út úr þessu starfi okkar hér fyrir vestan, fimm landsliðskonur í blaki, þar af 3 sem hafa spilað með A-landsliðinu.  Að öðrum ólöstuðum, verður að nefna einstakann árangur Sóldísar Leifsdóttur Blöndal, sem árið 2021 spilaði með U17, U19 og A landsliðunum.  Það ár vann Íslenska U17 kvennaliðið gullverðlaun á Norður-Evrópu mótinu og Sóldís var valin verðmætasti leikmaður mótsins.

Um komandi helgi verður spilað kvennablak af miklum móð, hér á Ísafirði, en þá fer hér fram fyrsta mótið af þremur, í 4. deild Íslandsmótsins og í heildina verða spilaðir 36 leikir frá föstudagkvöldi fram á miðjann dag á sunnudeginum.  Vestri teflir fram einu liði á þessu móti og hvetjum við fólk til að koma og kíkja á nokkra leiki hjá stelpunum okkar.

Meðfylgjandi er leikjaplan fyrir helgina.

ÁFRAM VESTRI !!

Deila