Fréttir

Mistök í útreikningum hjá Blí - stelpurnar okkar fá silfur

Blak | 20.04.2010 Gerð voru mistök við útreikning á samanlögðum stigum frá mótunum tveimur í 4. flokki stúlkna B-liða. Skellur voru sagðar hafa lent í 1. sæti samtals og tóku á móti gullpeningum, en hið rétta er að þær lentu í öðru sæti og áttu að fá silfur. Mótsstjóri hefur tilkynnt þetta og beðist afsökunar á mistökunum.
Bikararnir urðu því tveir en ekki þrír, og Skellur 1 í 5.flokki eru fyrstu og einu Íslandsmeistarar Skells í yngri flokkum.

Árangurinn samt glæsilegur!
Deila