Fréttir

Nýja æfingataflan komin inn á síðuna

Blak | 10.10.2010

Æfingar í krakkablakinu hafa nú að mestu leyti verið færðar yfir í litla íþróttahúsið við Austurveg. Undantekningin er æfing hjá 5. flokki kl. 15-16 á mánudögum í Torfnesi. Vinsamlegast kíkið á æfingatöfluna og látið okkur vita strax ef það eru árekstrar. Skoða má töfluna með því að smella hér

 

4., 5. og 6. bekkur verður saman á mánudagsæfingunum í Torfnesi. Á hinni æfingunni verður hópnum skipt þannig að þeir sem eru búnir að æfa lengi eru sér og þeir sem hafa æft styttra eru sér undir heitinu 5.-6. flokkur. Jamie þjálfari mun skipta hópnum upp.

 

Á þriðjudaginn 12. október kl. 18 verður haldinn foreldrafundur vegna ferðarinnar á Íslandsmótið á Akureyri helgina 5.-7. nóvember. Öll börn sem eru í 4.-8. bekk og hafa verið dugleg að æfa í vetur eru velkomin með. Á fundinum verður farið yfir ferðamáta, fjáraflanir o.fl.Deila