Fréttir

Öldungamót og ársþing BLI 27-30 apríl

Blak | 12.05.2022
Gullkarlarnir
Gullkarlarnir
1 af 4

Dagana 28-30 apríl fór fram öldungamót BLI í blaki. Loksins, eftir 3ja ára bið, en velþekktur heimsfaraldur hafið komið í veg fyrir það árin 2020 og 2021.
Liðsmenn Vestra mættu þangað galvaskir með lið í karla og kvennaflokki, en bæði liðin kepptu undir hinu fornfræga Skells-nafni. Í kvennaflokki var keppt samtals í 13 deildum og í 7 deildum í karlaflokki.
Kvennaliðið keppti í 7 efstu deildin. Eftir nokkuð jafna keppni urðu úrslitin þau að Skellskonur unnu 3 leiki og töpuðu öðrum 3 og luku keppni í 5 sæti í deildinni.
Karlaiðið keppti í 4 deild og eftir hvern háspennuleikinn af öðrum, fóru leikar svo að liðið fór taplaust í gegnum mótið og tók gullið. Sannarlega hressandi endurkoma, en flestir leikmenn liðsins höfðu ekki æft mikið undanfarið, en á móti kom að tveir liðsmenn úrvalsdeldarliðs Vestra spiluðu með liðinu og löguðu þannig meðaltal liðsins verulega.
Kvöldið áður en öldungamótið hófst hélt Blaksamband Íslands ársþing sitt, sem var það 50 í röðinni. Ársþingið er jafnframt uppskeruhátíð Úrvalsdeildar og eru þar veitt verðlaun og viðurkenningar fyrir árangur vetrarins. Þar voru úrvalslið leiktíðarinnar kynnt og veitt verðlaun til einstaklinga vegna árangurs í Úrvalsdeildum karla og kvenna. Bestu og efnilegustu leikmenn voru útnefndir ásamt dómara ársins og sérstök félagsverðlaun voru afhent fyrir umgjörð leikja. Það eru þjálfarar og fyrirliðar félaganna í Úrvalsdeild sem kjósa í rafrænni kosningu ár hvert og var árangur liðsmanna Vestra eftirtektarverður.
Efnilegustu leikmenn Úrvalsdeildar.
Í kvennaflokki var Sóldís Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal tilnefnd, en hún fór frá Vestra I haust og yfir í HK
Og í karlaflokki var það Karol Duda hjá Vestra.
Juan Manuel Escalona, hjá Vestra fékk verðlaun fyrir að vera stigahæstur í uppgjöfum.
Og Carlos Rangle Vestra var kosinn í úrvalslið karla fyrir veturinn 2021-22.
Liðsmenn Vestra komu því heim hlaðin verðlaunum, eftir þessa 4 daga og sannarlega lofsverður árangur hjá litla klúbbinum okkar.

Deila