Fréttir

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ á Ísafirði

Blak | 19.06.2009

Hið árlega Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fer þann 20. júní næstkomandi, á merkisafmæli í ár því 20 ár eru liðin frá því fyrsta hlaupið fór fram. Að þessu sinni er hlaupið í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands. Þemað í ár er „Tökum þátt - Heilsunnar vegna" og er ætlað að vekja athygli á mikilvægi forvarna í heilbrigðu líferni og að minna konur á mikilvægi þess að fara reglulega í skoðun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

 


Blakfélagið Skellur er eins og undanfarin ár umsjónaraðili Kvennahlaupsins á Ísafirði.

Hlaupið verður frá Íþróttahúsinu Torfnesi kl: 11:00. Vegalengdir í boði: 3 km - 5 km og 7 km.
Frítt í allar sundlaugar í Ísafjarðarbæ að loknu hlaupi.
Forskráning er í versluninni Jóni og Gunnu, á skrifstofu Sjóvá og í versluninni Hlíf.
Föstudaginn 19.júní frá kl.17:00-18:30 munum við vera með forskráningu í Verslunarmiðstöðinni Neista og í Bónus á Skeiði.

 

 

 

 

Deila