Fréttir

Skellur á Íslandsmóti yngri flokka í blaki

Blak | 21.04.2009

Blakfélagið Skellur sendi eitt lið á Íslandsmót yngriflokka í blaki á Akureyri um síðustu helgi. Það voru þau Alexander, Regína, Daði og Lena sem spiluðu í 4. flokki stig 5, en þá er spilað venjulegt blak með fullorðinsbolta.
 

Spilaðir voru fjórir leikir á laugardeginum og tveir á sunnudeginum, þetta er fyrsta alvöru mótið sem krakkarnir fara á og stóðu þau sig mjög vel. Þarna voru 74 lið að keppa allsstaðar að af landinu og mikið fjör í húsinu.

Ferðasöguna frá mótinu er hægt að skoða undir tenglinum: krakkablak eða með því að smella hér

Deila