Fréttir

Strandblakvöll rís í Tungudal

Blak | 16.05.2016
Sjálfboðaliðar að störfum.
Sjálfboðaliðar að störfum.

Hópur vaskra sjálfboðaliða frá Blakdeild Vestra (Skelli) lögðu þökur á manirnar umhverfis hinn nýja strandblakvöll í Tungudal í dag. Eftir er að klára að koma fyrir drenrörum, setja grús og sand og svo að sjálfsögðu net og línur og lokafrágang. Stefnt er að því að hafa völlinn tilbúinn mánaðarmótin maí/júní og verður keppt á vellinum á Landsmóti UMFÍ fyrir 50+ sem haldið verður dagana 10.-12. júní á Ísafirði.

Blakarar í Ísafjarðarbæ eru gríðarlega spenntir fyrir vellinum, en strandblak nýtur síaukinna vinsælda á Íslandi bæði sem keppnisíþrótt og ekki síður sem skemmtileg hreyfing fyrir fólk á öllum aldri.

Sjá fleiri myndir á Facebook.

Deila