Fréttir

Þrír leikmenn Vestra komnir til Danmerkur með yngstu landsliðunum.

Blak | 18.12.2016
U16 ára landslið stelpna og U17 ára landslið stráka á æfingu í Danmörku í dag. Myndin er fengin af Facebook síðu Blaksambandsins.
U16 ára landslið stelpna og U17 ára landslið stráka á æfingu í Danmörku í dag. Myndin er fengin af Facebook síðu Blaksambandsins.
1 af 3

Þessa helgina voru fimm blakarar frá Vestra á unglingalandsliðsæfingum. Þetta eru Hafsteinn Már Sigurðsson og Gísli Steinn Njálsson sem eru í lokahópi U17 landsliðs drengja (árgangur 2001 og yngri), Katla Vigdís Vernharðsdóttir sem er í lokahópi U16 ára landsliðs stelpna (árgangur 2002 og yngri) og Kjartan Óli Kristinsson og Birkir Eydal sem eru í lokahópi U19 ára landsliðs pilta (árgangur 1999 og yngri). Til viðbótar var Auður Líf Benediktsdóttir í lokahóp U17 ára landsliðsins sem keppti á NEVZA mótinu fyrr í haust. Samtals hafa því sex leikmenn úr Vestra náði í lokahópa unglingalandsliðanna - frábær árangur!

Þau Katla, Hafsteinn og Gísli eru nú komin til Danmerkur þar sem þau keppa næstu dagana fyrir Íslands hönd í undankeppni EM. Fyrstu leikirnir fara fram á morgun, mánudag. Stelpurnar spila við Danmörku kl 12 og við Finnland kl 16:30. Strákarnir spila við Danmörku kl 14:15 og við Finnland kl 18:45. Á Facebook síðu Blaksambands Íslands verða hlekkir á útsendingar frá leikjunum. Þess má geta að Katla Vigdís er fyrirliði stelpnalandsliðsins.

Kjartan Óli og Birkir fara með U19 landsliðinu til Rúmeníu um miðjan janúar þar sem liðið tekur einnig þátt í undankeppni EM.

Deila