Fréttir

Undanúrslit í Kjörísbikarnum á morgun

Blak | 06.04.2017

Undanúrslitin í Kjörísbikarnum verða á morgun, föstudaginn 7. apríl. Þá verða spilaðir fjórir blakleikir í Laugardalshöllinni og er leikur karlaliðs Vestra á móti Aftureldingu kl. 20.

Eins og áður hefur komið fram þá er þetta í fyrsta sinn sem blaklið frá Ísafirði spilar undanúrslitaleik í bikarnum í blaki - og það verður spennandi að sjá strákana kljást við sterkt úrvalsdeildarlið Aftureldingar.

Við hvetjum alla sem tök hafa á til að mæta á leikinn og hvetja okkar menn. Þeir sem ekki komast á staðinn geta horft á leikinn í beinni á sporttv.is. 

Deila