Fréttir

Vel heppnað æfingamót í blaki - Takk fyrir komuna Tálknfirðingar

Blak | 04.10.2010

Síðasta laugardag var æfingamót í blaki á Suðureyri, Tálknfirðingar eða HFF, Héraðsambandið Hrafnaflóki kom í heimsókn.
Karlaliðin spiluðu þrjá leiki og kvennaliðin spiluðu tvo leiki, að auki spilaði kvennalið Skells eina hrinu við karlalið HFF.
Dagurinn var vel heppnaður og var boðið upp á kaffi og vöfflur með rjóma í lok dags.

Það voru ekki einungis leikmenn sem æfðu sig í blaki þennan dag heldur fengu dómarar félagsins tækifæri til að æfa sig í að dæma og nokkrir félagsmenn lærðu að rita alvöru leikskýrslu. Það styttist jú í fyrsta 3.deildarmótið sem verður haldið af félaginu á Ísafirði og var gott að geta nýtt þetta tækifæri til æfinga í dómgæslu og umsjón leikja fyrir mótið.

Deila