Fréttir

Viðtal við Söru, nýjan leikmann meistaraflokks kvenna

Blak | 19.10.2010

Hvað ertu gömul og hvaðan ertu ? Hefurðu búið þar alla ævi ?
Ég er rétt að verða 25 ára og frá Sioux Lookout, Onatario í Kanada. Ég er fædd þar og uppalin  og hef að mestu dvalið þar alla ævi. Ég fór þó annað í háskóla og hef ferðast mikið en ég tel Sioux Lookout enn vera heimili mitt.

 

Afhverju ákvaðstu að koma til Ísafjarðar ?
Ég kom til að stunda mastersnám við Háskólasetur Vestfjarða í Haf- og strandsvæðastjórnun.
 

Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að æfa og spila blak ?
Ég byrjaði að spila blak þegar ég var um 11 ára gömul.

 

  

Hefurðu spilað með mörgum liðum ?
Meðan ég var í menntaskóla spilaði ég í fjögur ár með skólaliðinu. Ég spilaði síðan í almennri deild sem ferðaðist oftast til keppni á mót í Manitoba. Þetta lið var með stúlkum frá ýmsum bæjum NV af Ontario. Fyrsta árið mitt í háskóla spilaði ég í deild. Það var þó ekki mjög mikil keppni, aðallega til að hafa gaman af.

 

 

Hefurður æft og  keppt í öðrum íþróttum ?

Í menntaskóla spilaði ég einnig fótbolta og körfubolta.

 

Að lokum er eitthvað sem þú vilt deila með okkur ?
Ég er mjög ánægð á Ísafirði og spennt að fá tækifæri til að spila blak meðan ég er hér, það var nú ekki eitthvað sem ég átti von á að gera hér á Íslandi. Ég hlakka jafnframt til að spila á móti  öðrum liðum á Íslandi því það gefur mér einnig tækifæri til að ferðast og skoða landið.

 

Deila