Fréttir

18. og síðasta leikvika

Getraunir | 02.05.2019

Síðasta leikvika að renna upp.  Spennan á toppnum er lítil, Hampiðjumenn búnir að tryggja sér toppsætið, baráttan um næstu tvö sæti er gríðarhörð og eru allnokkrir sem geta náð öðru sætinu, nú þurfa menn að vanda sig.  Annars er staðn í leiknum hér.

Shiran stóð sig manna bezt um liðna helgi, náði 11 réttum sem skiluðu kr. 9.780 í vinning, vel gert, vel gert.  10 réttir skiluðu einnig vinnig, kr. 1.290 fyrir hverja röð, 4 getspakir náðu því.

Stóri potturinn skilaði 8 röðum af 10 réttum og heildarvinningur því 10.320.

Búið er að stofna pott fyrir lokaumferðina og framlög venju samkvæmt vel þegin, Vestri fær sölulaun af hverri seldri röð og til þess er jú leikurinn gerður.

Leikviku 18 má nálgast hér.  Verulega flókinn, 4 leikir úr efstu deild, 6 úr þeirri næstu og þrír frá Svíþjóð.

Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega, auðveldar nefndinni öll störf.

Nefndin verður í skúrnum á laugardag að taka við röðum frá 11.00 - 13.00.

 

Þessir leikir verða í beinni

11:20 Bournemouth - Tottenham

16:15 West Ham - Southampton

16:20 Cardiff - Crystal Palace

18:00 Wolves - Fulham

18:35 Newcastle - Liverpool

 

 

Áfram Vestri

Deila