Fréttir

Leikvika 4 nálgast

Getraunir | 23.01.2019

Gísli Jón, Jón Hinriks og Sammi fengu allir 10 rétta um síðust helgi og sækja að forystusauðunum þeim Hampiðjumönnum, eru eini stigi á eftir, æsispennandi.  Gísli Jón stóð sig best, náði 3 tíum og fékk í vinning kr. 2.670.  Getspakur hann Gísli.  Stöðuna í leiknum má sjá hér til hliðar undir skrár.

Stóri potturinn skilaði einni röð af 11 réttum og var heildarvinningur kr. 5.910 sem var nú ekki til fyrirmyndar þar sem fjárfestingin var upp á kr. 43.056. Gerum betur næst.

Styttist í næsta laugardag.  Seðil 4. leikviku má nálgast hér.  Minni tippara á að skila seðlum inn tímanlega.

 

Nefndin

 

 

Deila