Fréttir

Skúrverjar stinga af

Getraunir | 25.02.2021

Hún virðist lítil samkeppnin í getraunaleik Vestra.  Skúrinn skilar bestum árangri viku eftir viku og nú er það fyrirliðinn sjálfur Dóri Eró sem skilar einn 11 réttum og næstu lið ekki með nema 9 rétta.

Þetta þýðir að forystan á toppnum eykst um 2 stig og eiga Skúrverjar nú  5 stig á næsta lið.

Fyrir 11 rétta fékk Dóri kr. 12.500 í vinning.  Andri og Pétur náðu 10 réttum.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér  Búð að draga eina viku frá.  Vorleikur er 17 vikna leikur, 14 bestu telja.

Stóri pottur náði ekki nema 10 réttum sem skilaði ekki miklu.  Sérfræðingar okkar áttu slæman dag.  Nú verður reynt að leita ráða hjá Dóra, hann verður settur yfir næsta stóra seðil.   Vorum reyndar með 11 leiki rétta en kerfið hélt ekki.

Næsti seðill er erfiður venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild, 9 úr B deildinni og einn úr C deildinni.  Ánægjuefni að Leeds sé á seðlinum.   Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði

Deila