Fréttir

Staðan eftir 15 umferðir og næsti seðill

Getraunir | 16.04.2019

Nú eru ekki nema þrjár umferðir eftir, fer að draga til tíðinda.  Ný staða er hér.  5 fengu 11 rétta í siðustu viku og þar á meðal forystusauðirnir í Team Hampiðjunni, þeir eru þannig komnir með þriggja stiga forystu fyrir lokasprettinn, enn á þó eftir að henda út einni röð þannig að enn er möguleiki.  

11 réttir gáfu kr. 760 í vinning og einnig fékkst vinningur fyrir 10 rétta.  Þeir bestu náðu inn kr. 4.500 í vinningsfé og stóð Pétur Magg sig best.  Eftirtektarverður er árangur Jóns Kristins en hann er með neðstu mönnum í leiknum en halaði inn kr. 3.820 í vinning á 830 kr. miða, vel gert.

Stóri potturinn gaf vel af sér, náuðum 12 réttum og heilum 98.190 kr. í vinning, seðill kostaði kr. 45.253 þannig að hluthafar tvöfölduðu framlög sín.  Sammi sá um að tippa, vel gert Sammi, hann mun einnig fá það hlutverk að tippa stóra pottinn um næstu helgi.

Næsti seðill er einmitt verulega snúinn, 5 leikir úr Ensku og rest úr Evrópu, sjá hér.

Við verðum á vaktinni í Skúrnum á laugardag að taka við röðum frá 11.00 - 13.00, minni menn og konur á að skila röðum tímanlega til auðvelda tippstörfin.

Leikur dagsins verður Manchester City - Tottenham og verður hann sýndur kl. 11.20

West Ham - Leicester verður svo sýndur kl. 16.15

 

Áfram Vestri

 

Deila