Fréttir

Staðan eftir fimm umferðir og næsti seðill

Getraunir | 06.02.2019

Staðan óbreytt á toppnum.  Jón Hinriks enn efstur en Gísli Jón náði að jafna.  Þeir eru sem sagt tveir efstir með 49 stig eftir 5 umferðir.  Mjög stutt í næstu menn, sjá stöðuna hér til hliðar undir skrár, eða bara hér.

Bjarki var sá eini sem náði 11 réttum, vel gert.  Skilaði það kr. 4.300 í vinnig.  Jói Óla náði sér einnig í vinning eða kr. 4.380 en hann náði 10 röðum af 10 réttum.

Stóri potturinn skilaði 10 réttum og kr. 7.300 í vinningsfé sem er fremur rýr uppskera.  Gerum betur næst.

Styttist í 6. leikviku og seðilinn má finna á þessari slóð

https://games.lotto.is/game/toto?type=0

 

Minnum menn á að skila röðum inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.  

 

Verðum í skúrnum á laugardag frá 12.00 - 14.00.

Fulham - Manchester sýndur kl. 12.20

Liverpool - Bournemouth sýndur kl. 14.50

Góður dagur í vændum fyrir "vinafélögin" United og Liverpool.

 

Vestrakveðja

Deila