Fréttir

Team HG á beinu brautina aftur, komnir með 6 stiga forystu

Getraunir | 09.02.2020

Slæmi kaflinn var stuttur hjá HG, skila 12 réttum þessa helgina og auka forystuna í 6 stig.  Þrír aðilar skiluðu 12 réttum þessa helgina, Villi Matt og Bjarki náðu einnig 12 réttum, vel gert.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér 

Stóri pottur náði  ekki nema 11 réttum sem skilar ekki vinningi.  Vorum með einn elik rangan en kerfið hélt ekki og því endum við með 11 rétta, gengur betur næst..

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt , einn leikur úr efstu deild, tíu úr þeirri næstu og tveir úr C deildinni, næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða með annara í beinni útsendingu í Skúrnum:

12.30   WBA  -  Notthingham Forest

12.30   Southampton  -  Burnley

17.30   Norwich  -  Liverpool

 

Deila