Fréttir

3.fl kvk á Stefnumóti KA

Knattspyrna | 07.02.2017

Stelpur í 3.fl og 4.fl kepptu í sameiginlegur liði í 3.fl á Stefnumóti KA á Akureyri um liðna helgi.  Stelpurnar á yngra ári í 4.fl eru þarna að spila sínu fyrstu leiki á stórum velli í 11 manna liði og því stórt stökk að spila með 3.fl.  Stelpurnar stóðu sig ótrulega vel og fengu að kynnast bæði tapi og góðum sigrum.  Mótið er gríðalega mikilvægur undirbúningur fyrir sumarið og verður vonandi hægt að fá fleiri leiki fyrir liðið fyrir sumarið.  Sigþór Snorrason þjálfari var mjög ánægður með stelpurnar í ferðinni.  Fleiri lið frá Vestra fara norður á KA og Þórs mót í vetur og munum við setja inn fréttir af þeim.

Deila