Fréttir

4-1 tap fyrir Fylki

Knattspyrna | 08.06.2013

BÍ/Bolungarvík tapaði í gær fyrir Fylki, 4-1, í 1. deild kvenna. Djúpkonur komust í 1-0 á 41 mínútu með marki frá Karitas Ingimarsdóttur en Fylkir jafnaði á 45 mínútu. Fylkiskonur bættu svo við þremur mörkum í seinni hálfleik og stóðu því uppi sem sigurvegarar.

BÍ/Bolungarvík er í 5. sæti A-riðils 1. deildarinnar eftir leik helgarinnar með 4 stig á meðan Fylkir er í 2. sæti með 10 stig.

0-1 Karitas S Ingimarsdóttir ('41)
1-1 Anna Björg Björnsdóttir ('45)
2-1 Hulda Hrund Arnarsdóttir ('49)
3-1 Ruth Þórðar Þórðardóttir ('66)
4-1 Anna Björg Björnsdóttir ('71, víti)

Fótbolti.net - Myndaveisla

Deila