Fréttir

BÍ/Bolungarvík - ÍBV

Knattspyrna | 03.06.2013

BÍ/Bolungarvík fær heimaleik gegn ÍBV í 16-liða úrslitum Borgunarbikar karla en dregið var í dag í höfuðstöðvum KSÍ. ÍBV leikur í Pepsi deildinni og hefur byrjað tímabilið ágætlega. Hermann Hreiðarsson þjálfar liðið í dag og ekki ómerkari maður en David James stendur í markinu. Það hefur væntanlega aldrei gerst áður að þrír fyrrverandi leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni hafið leikið á sama tíma á hinum goðsagnakennda Torfnesvelli. Nigel Quashie, David James og Hermann eiga það allir sameiginlegt að hafa leikið vel yfir 100 leiki með Portsmouth.

Leikurinn hefur verið settur á föstudaginn 21.júní klukkan 19:15, hinsvegar er leikur hjá BÍ/Bolungarvík daginn eftir við KA á Akureyri. Við komum með upplýsingar hvort þessi eða aðrir leikir verða færðir útaf þessari viðureign. 

Deila