Fréttir

BÍ/Bolungarvík fær úthlutað úr mannvirkjasjóði KSÍ

Knattspyrna | 26.05.2011 Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að úthluta rúmlega 30 milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ en þetta er í fjórða skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum. Alls var úthlutað til níu verkefna en umsóknir voru ellefu talsins.

Sjóðnum er ætlað að styðja við nýframkvæmdir knattspyrnumannvirkja til þess að skapa iðkendum, stjórnendum, áhorfendum og öðrum sem besta aðstöðu. BÍ/Bolungarvík fær mest úr sjóðnum að þessu sinni eða 10 milljónir króna til að byggja áhorfendastúku við Torfnesvöll á Ísafirði.

Hér má sjá úthlutanir ársins:

BÍ/Bolungarvík: 10 milljónur til áhorfendastúku við Torfnesvöll
Víkingur Ólafsvík: 7 milljónir til stúkubyggingar
KA: 5 milljónir til endurbóta á stúku við Akureyrarvöll
Leiknir: 2 milljónir til lóðaframkvæmda og æfingavallar í Breiðholti
Bolungarvík: 2 milljónir til búningsaðstöðu, salernis og veitingasölu
ÍA: 2 milljónir til endurbyggingar æfingavallar á Jaðarsbökkum
Magni: 1. milljón til knattspyrnuvallar á Grenivík
Samherjar: 1 milljón til sparkvallar í Eyjafjarðarsveit
Víkingur R.: 300 þúsund til bættrar aðstöðu fyrir sjónvarpsútsendingar

sjá frétt á vefsíðu KSÍ: http://www.ksi.is/mannvirki/nr/9364

Deila