Fréttir

DÓMARANÁMSMKEIÐ Á MORGUN - ALLIR AÐ SKRÁ SIG!

Knattspyrna | 11.06.2024

Á morgun miðvikudag 12. júní verður dómaranámskeið í vallarhúsinu á Torfnesi frá kl. 19.30-22.00.

Knattspyrnudeild Vestra býður öllum sem eru 15 ára og eldri á námskeiðið. 

Mikilvægt er að fá sem flesta á námskeiðið og hvetjum við því alla sem náð hafa tilsettum aldri að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á heidarbirnir@vestri.is 

Aðalaáhersla verður lögð á knattspyrnulögin en einnig verður farið yfir ýmis konar kynningarefni, fræðsluefni,skýringar og skýringarmyndir.

Próf verður tekið strax að námskeiði loknu og veitir Unglingadómararéttindi.

Námskeiðsstjóri og kennari verður Magnús Már Jónsson dómararstjóri KSÍ.

Skráning fer fram eins og fyrr segir á netfanginu heidarbirnir@vestri.is 

KOMA SVO OG ÁFRAM VESTRI

Deila