Fréttir

Daniel Badu ráðinn aðstoðarþjálfari Vestra

Knattspyrna | 23.11.2022
Daníel Badu og Davíð Smári
Daníel Badu og Davíð Smári

Það gleður okkur að tilkynna að Daniel Badu hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Vestra.

Badu þekkir starfsemi Vestra vel en hann hefur leikið með BÍ/Bolungavík, síðar Vestra meira og minna síðan 2012. Ásamt því þjálfaði hann lið Vestramanna tímabilin 2016 og 2017 og hefur komið að þjálfun á flest öllum yngri flokkum félagsins.

Á leikmannaferli Badu lék hann samanlagt 198 leiki fyrir Vestra og BÍ/Bolungarvík og skoraði í þeim fimm mörk. Stjórn Vestra þakkar Badu kærlega fyrir sitt framlag innan vallar sem utan og óskar honum velfarnaðar í nýrri stöðu innan félagsins.

Deila