Fréttir

Decamps til BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 25.04.2012 Franski miðvörðurinn Florian Decamps er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík og hefur gert samning við félagið.

 

Decamps er kominn til landsins og mun spila með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni í sumar. Hann hafði æft á reynslu með Víkingum frá Ólafvsík í byrjun apríl og skoraði þá eina mark leiksins í sigri á ÍBV í æfingaleik.

Decamps er 25 ára gamall franskur miðvörður. Hann hefur einnig reynslu sem framherji og spilaði í sókn í bandaríska háskólaboltanum.

 

Deila