Fréttir

Emil Pálsson, Andri og Jónmundur í lið ársins

Knattspyrna | 21.09.2010 Emil Pálsson, Andri Rúnar Bjarnason og Jónmundur Grétarsson voru í dag valdir í lið ársins í 2. deild. Það var knattspyrnuvefurinn fotbolti.net sem stóð fyrir valinu en það voru þjálfarar og fyrirliðar liðanna sem völdu liðið. Róbert Örn Óskarsson var valinn varamarkvörður fyrir liðið annað árið í röð og Dalibor Nedic var einnig valinn sem varamaður. Goran Vujic var eini leikmaður BÍ/Bolungarvík sem komst í byrjunarliðið í fyrra. Emil og Andri áttu einnig möguleika á að vera valdnir efnilegasti og besti leikmaðurinn en það fór í skaut leikmanna Víkings frá Ólafsvík. Nýkjörin leikmaður ársins, Sigurgeir Sveinn Gíslason, komst ekki í liðið en fékk nokkur atkvæði.

Lið ársins í 2. deild 2010 Deila