Fréttir

Emil Pálsson kominn í 30 manna úrtak U-17 landsliðs KSÍ

Knattspyrna | 11.11.2008 Emil Pálsson leikmaður 3. flokks BÍ88 var á dögunum kallaður til æfinga með 60 manna úrtakshópi U-17 landsliðs KSÍ. Eins og þetta gefur til kynna voru 60 strákar hvaðanæfa að af landinu kvaddir til æfinga þar sem þeir voru vegnir og metnir af þjálfurum liðsins. Frammistaða Emils var slík að hann var kallaður aftur til Reykjavíkur um síðustu helgi og þá var búið að fækka í hópnum niður í 30. Eftir nokkra daga kemur síðan í ljós hverjir munu skipa U-17 landslið Íslands í komandi verkefnum en Emil ætti að vera líklegur til afreka, enda búinn að öðlast mikla reynslu í sumar. Þá spilaði hann alla leiki 2. flokks BÍ/UMFB, þó svo að hann hafi þá verið á yngra ári í 3. flokki! Um leið var hann oft á bekknum hjá meistaraflokki og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í sumar, þá ekki orðinn 15 ára. Það er því ljóst, og það vita allir sem fylgst hafa með fótboltanum hér fyrir vestan, að Emil er gríðarlega efnilegur og ætti sannarlega heima í U-17 landsliði okkar. Ég tel mig tala fyrir hönd allra félaga BÍ88 og annarra velunnara knattspyrnunnar þegar ég óska Emil til hamingju með þann árangur sem hann hefur náð og vona að hann eigi eftir að ná miklu lengra í náinni framtíð. Deila