Fréttir

Fjórir iðkendur yngri flokka BÍ/Bolungarvík á landsliðsæfingum

Knattspyrna | 16.01.2014 Fjórir iðkendur yngri flokka BÍ/Bolungarvík hafa sótt æfingar hjá yngri landsliðum Íslands sl. 3 mánuði. Kolfinna Brá Einarsdóttir leikmaður 3.flokks og meistarflokks kvenna hefur sótt æfingar hjá U-17 landsliðinu. Daði Freyr Arnarsson, Friðrik Þórir Hjaltason og Viktor Júlíusson leikmenn 3.flokks hafa reglulega sótt æfingar hjá U-17 landsliðinu.  Deila