Fréttir

Góður sigur á Aftureldingu, og sæti í undanúrslitum

Knattspyrna | 25.04.2010

Í gær komst BÍ/Bolungarvík í undanúrslit Lengjubikarsins með góðum sigri á Aftueldingu, leikurinn endaði  4-0 og skoruðu þeir Pétur Geir Svavarsson og Emil Pálsson sitthvor tvö mörkin.  Liðið spilaði mjög góðann fótbolta á köflum og varnarleikurinn var gríðalega sterkur, enda átti Róbert frekar náðugan dag í markinu.  Heilt yfir vorum við mun betra liðið fyrir utan kanski síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik, en á þeim tima héldum við ekki boltanum vel og liðsmenn Aftureldingar komust aðeins inn í leikinn án þess þó að skapa sér marktækifæri.

Staðann var 1-0 í hálfleik, en Pétur Geir skoraði það mark eftir tæpar 20 mín, hann gerði mjög vel þegar hann fékk langa sendingu upp völlinn snéri varnarmann gestann af sér og skoraði með hnitmiðuðu skoti í hornið fjær.  En mjög fljótlega í þeim seinni kom Emil okkur í 2-0 eftir gott eintaklingsframtak og þá virtist allur vindur úr gestunum. Pétur bætti við sínu öðrumarki eftir mistök í vörn Aftureldingar og Emil kláraði svo leikinn með góðu marki eftir hornspyrnu.  Mjög góður leikur hjá strákunum og var þetta sigur liðsheildarinnar, allir börðust og lögðu sig fram og þetta var greinalega dagsskipun frá þjálfurunum að taka öll þrjú stiginn og klára riðilinn með fullt hús stiga.

Á morgun kemur það svo í ljós hvort að við mætum Völsungi eða Víkingi Ólafsvík í undanúrslitum, en þeir leikir eru spilaði um næstu helgi.

Byrjunarliðið í gær:

    Róbert    
Haffi Alfreð   Sigurgeir Gulli
  Emil   Matti  
Addi   Gunnar   Andri
    Pétur    

                                 

Deila