Fréttir

Heimsókn KSÍ í blíðskaparveðri 2. desember

Knattspyrna | 03.12.2022
1 af 4

Fulltrúar frá KSÍ komu vestur föstudaginn 2.desember til að taka út aðstæður fyrir ársþing KSÍ sem haldið verður á Ísafirði þann 25.febrúar 2023. 

Það er mikill heiður fyrir Vestra að fá ársþingið hingað vestur, en búist er við því að í kringum 200 manns komi á svæðið í tilefni þess. 

Fulltrúar KSÍ voru þau Klara Bjartmarz, Birkir Sveinsson og Ómar Smárason. Dagurinn byrjaði á því að skoða aðstæður á Hótel Ísafirði þar sem miklar endurbætur eru í gangi. Kristján Kristjánsson hótelstjóri tók á móti okkur og sýndi teikningar og framkvæmdirnar. Eftir það var farið í íþróttahúsið á Torfnesi, þar sem ársþingið verður haldið. Þar tók Hafdís Gunnarsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómsundarsviðs Ísafjarðarbæjar á móti hópnum og fór yfir málin. 

Að lokum var farið gengið yfir knattspyrnusvæðið á Torfnesi og endað í Vallarhúsinu í rjúkandi kaffi og smákökum. 

Fyrir flug var síðan ákveðið að keyra upp á Seljalandsdal og sýna þeim frábæra útsýnið þar, en veðrið lék svo sannarlega við okkur þennan daginn. 

Við þökkum þeim kæralega fyrir heimsóknina og hlökkum til samstarfsins og heimsóknarinnar í febrúar n.k. Einnig þökkum við þeim sem tóku á móti okkur í þessari heimsókn, kærlega fyrir góðar móttökur. 

 

Deila