Fréttir

#Inkasso20 !

Knattspyrna | 23.09.2019
Mikil gleði eftir leik
Mikil gleði eftir leik
1 af 2

Um helgina vann Vestri 7-0 sigur á Tindastól og tryggði þar með sæti sitt í Inkasso deildinni á næsta ári.

Vestri var með mikla yfirburði frá fyrstu mínútu og ætluðu strákarnir sér alltaf að sigra þennan leik og tryggja liðið upp.

Mörk Vestra skoruðu þeir Þórður Gunnar (2), Isaac Freitas, Zoran, Josh og Daníel Agnar. Tindastóll skoraði svo eitt sjálfsmark.

Þórður Gunnar Hafþórsson var valinn Nivea maður leiksins í þessum síðasta leik tímabilsins og hlaut hann glæsilegan húð- og hárvöru pakka frá Nivea, en ásamt því að skora tvo mörk, þá lagði Þórður upp eitt.

Við óskum strákunum, þjálfurum, stjórnarmönnum og öllum stuðningsmönnum til hamingju með árangurinn og sjáumst á næsta ári í Inkasso deildinni!

Svo endum þetta á viðtölum við Bjarna og Elmar Atla.

Áfram Vestri!


Deila