Fréttir

Mark Aaron Spear dugði ÍBV á Ísafirði

Knattspyrna | 13.06.2013

[mynd 1 v l]

BÍ/Bolungarvík 0 - 1 ÍBV
0-1 Aaron Spear ('38) 
Rautt spjald: Daniel Osafo-Badu, BÍ/Bolungarvík ('79) 

Eyjamenn verða í pottinum þegar dregið verður til 8-liða úrslita Borgunarbikarsins en þeir unnu 1-0 útisigur gegn Djúpmönnum á Ísafirði í kvöld. 

Eina mark leiksins skoraði Aaron Spear með skalla á 38. mínútu en það var í skrautlegri kantinum og skrifast á Alejandro Munoz, markvörð heimamanna, sem átti hrikalega lélegt útspark. 

Heimamenn komust næst því að jafna þegar David James varði frá Dennis Nielsen þegar tíu mínútur voru eftir. Skömmu síðar fékk Daniel Badu að líta rauða spjaldið og BÍ/Bolungarvík lauk leiknum með tíu menn gegn ellefu. 

Aðrir leikir í 16-liða úrslitum verða um miðja næstu viku.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina

Viðtöl á Fótbolti.net

Deila