Matthías Kroknes Jóhannsson leikmaður BÍ/Bolungarvík hefur endurnýjað samning sinn við félagið til næstu þriggja ára. Matthías spilaði 18 leiki í 1.deildinni í sumar og skoraði eitt mark. Hann var svo valinn besti leikmaður meistaraflokks karla á lokahófi félagsins í september sl. Þá hafa þrír heimamenn endurnýjað samninga sína við félagið sl. vikur sem er mikið fagnaðarefni.
Deila