Fréttir

Nicholas Anthony Efstathiou í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 06.07.2011 BÍ/Bolungarvík hefur samið við suður-afríska miðjumanninn Nicholas Anthony Efstathiou. Nicholas er 22 ára gamall og kemur úr unglingaliði Ajax Cape Town. Nicholas kom til Reykjavíkur i gær og lenti á Ísafirði í morgun. Nicholas mun hitta liðsfélaga sýna í kvöld þegar að hann mætir á sína fyrstu æfingu kl 18:00 á Skeiðisvelli. Hann verður kominn með leikheimild þegar það opnast aftur fyrir félagaskipti þann 15.júlí.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur býður Nicholas velkominn og vonandi á hann eftir að láta ljós sitt skína í búningi félagsins. Hann klárlega styrkja liðið í þeirri baráttu sem við eigum fyrir höndum.

Aðrar fréttir af leikmannamálum eru að Goran Vujic mun væntanlega ekki vera meira með á þessum tímabili vegna meiðsla, þá er Óttar Kristinn Bjarnason einnig meiddur og Jónmundur Grétarsson er hættur. Deila