Knattspyrna | 03.05.2010
Þá er komið að endurnýjun fótboltafatnaðarins þetta árið. Félagið hefur gert samkomulag við Hummel-umboðið og Legg og skel um sölu búninganna á niðursettu verði sem allir ættu að ráða við. Iðkendur þurfa að fara í verslunina Legg og skel til að máta gallana og finna réttu stærðina og þeir verða síðan pantaðir í framhaldi af því. Verðið er ekki komið á hreint vegna merkingar félagsins á treyjurnar en þetta ætti ekki að verða meira en 8000 kr. fyrir gallann. Nú skulu allir láta pabba og mömmu vita og eignast hágæða íþróttagalla á góðu verði fyrir sumarið.
Deila