Fréttir

Ólafur Atli og Nikulás endurnýja samninga

Knattspyrna | 04.01.2015

Í lok nóvember sl. endurnýjuðu Ólafur Atli Einarsson og Nikulás Jónsson samninga sína við BÍ/Bolungarvík til næstu þriggja ára. Ólafur Atli og Nikulás voru einu leikmenn meistaraflokks sem tóku þátt í öllum 22 leikjum liðsins í 1.deild. Þeir sömdu til næstu þriggja ára og er það liður í að byggja liðið enn meir á heimamönnum.

Deila