Fréttir

Stelpurnar styrkja hópinn

Knattspyrna | 15.05.2014

Meistaraflokkur kvenna hefur fengið til liðs við sig Kristbjörgu Steingrímsdóttur, 17 ára, sem kemur úr Val. Kristbjörg spilaði með 3. flokk Vals á árunum 2012 og 2013. 

Markmaðurinn góðkunni, Ana Lucia N. Dos Santos er komin aftur til landsins og mun spila með liðinu í sumar. Dida er búsett á Ísafirði og fer á enskunámskeið í Fræðslumiðstöð Vestfjarða og hvetjum við fólk til þess að gefa sig á tal við hana, því æfingin skapar meistarann.

 

Tveir leikmenn frá brasilíu eru væntanlegir til landsins. Marilia de Melo eða Gabi er væntanleg til landsins í dag, fimmtudaginn 15. maí. Auk hennar er væntanleg önnur ung stúlka sem mun styrkja lið stelpnanna enn frekar.

 

Deila