Knattspyrna | 18.07.2011
Tónlistarmennirnir Birgir Örn Sigurjónsson (Biggibix) og Benedikt Sigurðsson (Benni Sig) eru um þessar mundir í hljóðveri að taka upp stuðningsmannalag fyrir BÍ/Bolungarvík. Þeir félagar voru fengnir til að semja stuðningsmannalag fyrir félagið og var það frumflutt á karlakvöldi BÍ Bolungarvíkur sem haldið var í apríl. Lagið þótti gott og með góðu gengi liðsins í 1. deildinni, var ákveðið að fara með lagið í hljóðver og taka upp enda hafa margir stuðningsmenn liðsins kvartað yfir því að liðinu vanti alvöru stuðningsmannalag. Þetta er því í fyrsta skipti sem liðið á sitt eigið lag þótt stuðningsmenn hafi oft samið nýja texta við gömul lög.
Lagið er eftir Biggabix og textinn eftir Benna Sig. Helga Margrét Marzellíusardóttir syngur einnig lagið ásamt Benna en lið BÍ Bolungarvíkur trallar undir. Tónlistarfólkið gefur vinnu sína til styrktar félaginu. Lagið verður aðgengilegt á netinu og mun bibol.is láta vita um leið og það er klárt. Deila