Fréttir

Sumardagskráin komin á netið

Knattspyrna | 04.05.2009 Þá eru mót sumarsins í yngri flokkum komin á hreint. Við gátum ekki birt þetta fyrr þar sem ekki var komin dagsetning á mótin en úr því rættist um helgina. Þetta sumar, sem önnur, verður setið en KSÍ er þó komið með þá vinnureglu að hafa u.þ.b. mánaðarhlé á mótum yngri flokka frá júlí fram í ágúst.
Þeir flokkar sem eru skráðir í Íslandsmót eru:

2./3. flokkur kvenna
3. flokkur karla
4. flokkur drengja og stúlkna
5. flokkur drengja og stúlkna
6. flokkur blandað

Dagsetningar á leikjum Íslandsmótsins eru á vef KSÍ (http://www.ksi.is/mot/leikir-felaga).

Önnur mót eru þessi:

2. flokkur karla fer á Unglingalandsmót 1.-3. ágúst og Landsmót UMFÍ 9.-12. júlí.
2./3. flokkur kvenna fer á Unglingalandsmót 1.-3. ágúst/Landsmót UMFÍ 9.-12. júlí auk Íslandsmóts.
3. flokkur karla fer á Unglingalandsmót UMFÍ 1.-3. ágúst auk Íslandsmóts.
4. flokkur drengja og stúlkna fer á Vestfjarðarmót 25. júlí, Unglingalandsmót UMFÍ 1.-3. ágúst og Landsbankamót á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts. Þar að auki fer 4. flokkur stúlkna líklega á Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst.
5. flokkur drengja fer á Smábæjaleika á Blönduósi 19.-21. júní, Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts.
5. flokkur stúlkna fer á Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst og Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts.
6. flokkur drengja fer á Smábæjaleika á Blönduósi 19.-21. júní, Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts.
6. flokkur stúlkna fer á Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst og Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst auk Íslandsmóts með 6. flokki drengja.
7. flokkur drengja fer á Smábæjaleika á Blönduósi 19.-21. júní, Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst.
7. flokkur stúlkna fer á Vestfjarðamótið í Bolungavík 25. júlí, Pæjumót á Siglufirði 7.-9. ágúst og Landsbankamótið á Ísafirði 22.-23. ágúst.

Stjórnin
Deila