Fréttir

Svekkjandi tap hjá BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 08.07.2013

Meistaraflokkur karla hjá BÍ/Bolungarvík mátti sætta við tap gegn Haukum á Schenkervellinum í Hafnarfirði á laugardag. Leikurinn endaði 4-3 fyrir heimamenn og börðust Djúpmenn vel þrátt fyrir að hafa lengi vel verið einum færri eftir að Nigel Quashi var sendur af velli eftir tæplega hálftíma leik. Liðið átti ágætis möguleika á sigri þrátt það og komst yfir eftir að hafa farið í hálfleikinn marki undir en Haukar komu sterkir til baka á lokakaflanum og skoruðu sigurmarkið á 93. mínútu. Hægt er að sjá mörkin í leiknum með að smella hér

Með sigrinum komust Haukar í annað sæti deildarinnar með átján stig en Djúpmenn eru í fjórða sæti með fimmtán stig.

 

Deila