Fréttir

Tap gegn Fylki, sigur gegn Haukum

Knattspyrna | 28.02.2011 BÍ/Bolungarvík 0-1 Fylkir
0-1 Rúrik Andri Þorfinnsson ('80)

BÍ/Bolungarvík tók á móti Fylki síðastliðinn laugardag í Egilshöll. Leikurinn var í Lengjubikarnum en var einnig minningarleikur um Brynjar Þór, fyrrverandi leikmann beggja liða. Goran og Óttar eru ennþá meiddir en Loic Ondo spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið eftir að hafa komið á láni frá Grindavík daginn áður.

Byrjunarliðið var þannig skipað:
Þórður - Sigurgeir, Atli, Ondo, Sigþór - Birkir, Gunnar, Alexander, Sölvi, Ásgeir - Andri
Á varamannabekknum voru þeir Matti, Nikulás, Haffi, Jónmundur og Addi

Fyrri hálfleikurinn var lítið fyrir augað og ekki mikið marktækt sem hægt er að taka til. Við bökkuðum vel aftur og reyndum að vinna boltann á hættulegum stöðum og sækja hratt. Fylkir fengu að stjórna leiknum en sköpuðu sér engin afgerandi marktækifæri. Við hefðum síðan þurft smá heppni í 2-3 sénsum sem við sköpuðum okkur.

Jónmundur kom inn á i seinni hálfleik fyrir Ásgeir. Fylkir héldu áfram að sækja og uppskáru víti eftir tíu mínútna leik þegar Atli fékk boltann í höndina í vítateignum. Leikmaður Fylkis skaut hinsvegar langt yfir úr vítinu. Besta færi okkar fékk Jónmundur þegar Alexander átti magnaða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkis. Jonni tók eina snertingu og skaut svo að marki með vinstri en boltinn fór hárfínt framhjá. Stuttu seinna skoruðu Fylkir þegar sóknarmaður þeirra komst upp að endamörkum og sendi boltann fyrir þar sem einn leikmanna þeirra átti ekki í vandræðum með að skora. Í lokin náðum við að setja smá pressu á þá og skapa nokkra sénsa en það hafðist ekki að skora og 0-1 tap staðreynd.

Það er ekki mikið hægt að taka út úr leiknum annað en að menn lögðu sig fram og reyndu hvað þeir gátu. Fylkismönnum leið ekkert rosalega vel með að stjórna leiknum og því réðum við ágætlega við sóknir þeirra. Við sköpuðum þó ekki jafn mörg færi og í leiknum gegn Haukum. Loic Ondo var magnaður í vörninni og stoppðair margar sóknir. Birkir, Gunnar og Alexander voru síðan flottir á miðjunni.

KSÍ hefur úrskurðað okkur 3-0 sigur eftir 2-3 tap gegn Haukum. Þeir höfðu ólöglegan leikmann á leiksýrslu. Leiksýrslu má sjá hér. Deila