Fréttir

Þórður Ingason í BÍ/Bolungarvík (Staðfest)

Knattspyrna | 04.01.2011 BÍ/Bolungarvík hefur keypt markvörðinn Þórð Ingason frá Fjölni en þetta staðfesti Guðjón Þórðarson þjálfari liðsins við Fótbolta.net í dag. Þórður gerði tveggja ára samning við BÍ/Bolungarvík.

,,Við erum að semja við ungan og efnilegan markmann. Ég hlakka til að vinna með honum og bæta hann. Um leið og hann bætir sig þá bætir hann okkur,"
sagði Guðjón við Fótbolta.net í dag.

Róbert Örn Óskarsson varði mark BÍ/Bolungarvíkur á síðasta tímabili en hann hætti hjá liðinu fyrir áramót.

Nú er ljóst að Þórður kemur í hans stað en þessi 22 ára gamli markvörður er uppalinn hjá Fjölni. Á síðasta tímabili var Þórður í láni hjá KR þar sem hann lék tvo leiki í Pepsi-deildinni. Áður lék Þórður 69 deildar og bikarleiki með Fjölnismönnum en hann var einnig í láni hjá Everton í nokkra mánuði árið 2006. Þórður á sautján landsleiki að baki með yngri landsliðum Íslands en hann er ennþá gjaldgengur í U21 árs landsliðið og var kallaður inn í hópinn fyrir fyrri leikinn gegn Skotum síðastliðið haust.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=102225#ixzz1A4lN2sEL Deila